Um Sjónlínuna
Sjónlínan er einstök gleraugnaverslun þar sem boðið er uppá góðar vörur og framúrskarandi þjónustu. Vönduð vinnubrögð, heiðarleiki og fagmennska eru lykilþættir í daglegu starfi Sjónlínunnar. Viðskiptavinir okkar og þeirra óskir og þarfir eru miðpunkturinn í allri ákvarðanatöku. Eigandinn er sjálfur fagmaðurinn í versluninni og viðskiptavinirnir geta leitað faglegrar ráðgjafar beint til hans.
Eigendur fyrirtækisins líta á rekstur fyrirtæksins sem langhlaup. Öll uppbygging og rekstur er hugsaður til framtíðar. Sjónlínan er hafnfirskt fyrirtæki og kynnir sig og sínar vörur þar sem því verður viðkomið í samstarfi við önnur fyriræki í Hafnarfirði. Við viljum að Hafnfirðingar og nærsveitamenn þekki Sjónlínunna og geti gengið þar að miklum gæðum og framúrskarandi þjónustu um ókomna tið.
Okkar gæði
Gæðastefna felst í þeim viðmiðunarreglum sem stuðst er við varðandi allar ákvarðanir er snerta gæði í rekstrinum eða þjónustunni. Með einföldum hætti má segja að gæðastjórnun sé fyrst og fremst skipuleg og öguð vinnubrögð til að ná árangri og tryggja gæði. Við hjá Sjónlínunni höfum markað okkur gæðastefnu sem snýr að öllum þeim vörum og þeirri þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.
Starfsfólk Sjónlínunar
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir
Sjónfræðingur
Kristín Dóra er eigandi og framkvæmdastjóri Sjónlínunnar ehf. Hún hefur starfað í grein sinni frá árinu 1991 bæði í Þýskalandi og á Íslandi. Hún lærði sjóntækjafræði í München í Þýskalandi og útskrifaðist þar árið 1994. Ári síðar fékk hún starfsleyfi á Íslandi frá Heilbrigðisráðuneytinu og leyfi til sjónmælinga árið 2005 um leið og lögum um sjónmælingar var breytt á Íslandi.
Pétur Óskarsson
Rekstrarhagfræðingur
Pétur er annar eigendi Sjónlínunnar. Á hans könnu eru markaðsmál, fjármáli, innflutningur og fleira sem til fellur.