Vintage gleraugu

Í Nostalgíuhorninu býður Sjónlínan uppá mikið úrval af “vintage” gleraugnaumgjörðum. Um er að ræða frumútgáfur af vinsælustu gleraugnaumgjörðum síðustu aldar. Allar umgjarðinar eru ónotaðar og “orginalar” þ.e.a.s. ekki eftirlíkingar. Viðskiptavinir geta komið með séróskir og Sjónlínan útvegar gleraugnaumgjörð drauma þinna frá síðustu öld.

Sérstök áhersla er lögð á tímabilið frá 1930-1980.