Sjónlínan hefur yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til sjónmælinga.

Sjónmælingar eru framkvæmdar af sjónfræðingi með starfsréttindi útgefin af Heilbrigðisráðherra. Vönduð og nákvæm sjónmæling er lykillinn að framúrskarandi sjónleiðréttingu. Þrátt fyrir fullkominn tækjabúnað tökum við okkur góðan tíma, líka til að leyfa þér að sannreyna niðurstöðuna með prufuglerjum við raunverulegar aðstæður. Hver sjónmæling hjá okkur tekur u.þ.b. 30 mínútur.

Samskipti sjónfræðingsins og viðskiptavinarins eru trúnaðarmál og eingöngu eru skráðar í gögn fyrirtækisins niðurstöður sjónmælinga.

Í dag bjóðum við eingöngu uppá sjónmælingar fyrir þá sem kaupa gleraugu hjá okkur.

Bókaðu tíma í sjónmælingu hér á síðunni eða í síma 555 70 60.