FreeSign – sérsniðin margskipt gler

Sjónlínan býður fyrst á Íslandi uppá 3D greiningu og sérsniðin margskipt gler. Hingað til hafa margskipt gler verið sniðin eftir ákveðnum stöðlum án tillits til mismunandi þarfa viðskiptavina. Með háþróaðri mælitækni og þarfagreiningu er nú hægt að aðlaga stærð og lögun viðkomandi sjónsviða fullkomlega að þörfum hvers og eins.

Glerin eru smíðuð frá grunni nákvæmlega í þá umgjörð sem hefur verið valin og einstaklingsbundin beiting augna og höfuðs sem og atvinna og tómstundir viðskiptavinarins eru þættir sem lagðir eru til grundvallar við hönnun glersins. FreeSign greiningartæki Sjónlínunnar sendir 5000 mælipunkta fyrir hvort gler beint inní framleiðslukerfi Rodenstock í Þýskalandi þar sem glerin eru sérsmíðuð og afgreidd á 72 klukkustundum.

Glerin eða öllu heldur plastið sem viðskiptavinurinn kaupir heitir Impression FreeSign. Impression FreeSign er flaggskipið frá Rodenstock og með Protect Plus, glampa, rispu og móðuvörn er viðskiptavinurinn að kaupa það besta sem við þekkjum í margskiptum glerjum í heiminum í dag.

Pantaðu tíma í 3D greiningu í síma 5557060

Nánari upplýsingar um Impression FreeSign á heimasíðu Rodenstock finnur þú hér.