Verkstæði

Á verkstæðinu okkar eru allar viðgerðir í höndum sjóntækjafræðings með mikla reynslu í gleraugnaviðgerðum. Notast er við besta tækjabúnað sem völ er á hverju sinni og fagmennskan er í fyrirrúmi. 

Ekki er hægt að gera við allar umgjarðir sökum málmþreytu eða annara veikleika sem hafa orðið til við notkun. Viðskiptavinum er gerð grein fyrir þeirri áhættu sem felst í viðgerð áður en tekið er við gleraugum til viðgerða.

Viðskiptavinurinn fær kostnaðaráætlun og ef hún breytist er haft samband við hann símleiðis áður en haldið er áfram með viðgerð.

EF ÞÚ ERT ÁNÆGÐ/ÁNÆGÐUR MEÐ VÖRUR OKKAR OG ÞJÓNUSTU, SEGÐU ÞÁ VINUM ÞÍNUM FRÁ ÞVÍ. EF EKKI, SEGÐU ÞÁ OKKUR FRÁ ÞVÍ.