Hágæða sjóngler frá Þýskalandi

Sjónlínan býður viðskiptavinum sínum eingöngu uppá hágæðasjóngler. Öll sérpöntuðu sjónglerin koma frá Rodenstock í Þýskalandi. Fyrirtækið Rodenstock er leiðandi á markaði sjónglerja í Þýskaland og hefur tryggt sér þá stöðu með einstökum gæðum og háu þjónustustigi.

Öllum sjónglerjum fylgir 3 ára ábyrgð, sjá nánar í kaflanum ábyrgðarskilmálar.

Þó að við notum orðið sjóngler um þær linsur sem við slípum í gleraugnaumgjarðir er nú samt í flestum tilfellum um plastefni að ræða sem hægt er að kaupa húðað með rispuvörn, glampavörn, óhreinindavörn og móðuvörn. Kosturinn við plastefnið er að það er léttara en gler og það eru minni líkur á áverkum ef að það brotnar.

Impression FreeSign eru sérsmíðuð margskipt gler frá Rodenstock. Sjónlínan hefur yfir að ráða greiningartæki til þrívíddargreiningar sem heitir “ImpressionIST” frá þýska fyrirtækinu Rohde & Schwarz.

Impression FreeSign glerin eru klæðskerasniðin fyrir hvern viðskiptavin. Þannig næst eins þunnt og gott sjóngler og mögulegt er miðað við þá umgjörð sem var valin og það sjónlag, höfuðlag og lífstíl þess sem þau notar. “Impression” glerin frá Rodenstock er nýjasta og fullkomnasta sjónglerjalína sem fyrirtækið býður uppá.