Porsche Design reading tools

Þó að Sjónlínan sé fagverslun sem leggur áherslu á að þjóna viðskiptavinum sem þurfa á sérsniðnum og sérsmíðuðum sjónglerjum að halda þá er töluverður hópur fólks sem þarf eingöngu tilbúin lesgleraugu. Í Sjónlínunni getur þú keypt tilbúin lesgleraugu og notið ráðgjafar  fagfólks við valið. Sjónlínan býður uppá lúxus lesgleraugu frá Porsche Design.

Fyrirtækið Porsche Design er dótturfyrirtæki Porsche AG í Stuttgart sem þekktast er fyrir framleiðslu á lúxusbílum. Aðal markhópur Porsche hefur frá upphafi verið fólk sem gera miklar kröfur um hönnun og gæði. Porsche Design vörurnar eru sniðnar að sama hópi. Sjónlínan býður uppá tilbúin lesgleraugu frá Porsche Design. Lesgleraugu þessi eru afar vönduð smíði unnin úr bestu fáanlegu hráefnum með afspegluðum og rispuvörðum sjónglerjum frá Rodenstock. Með lesgleraugunum fylgja smekklega hönnuð gleraugnabox sem passa vel í veski eða vasa og stór örþráðaklútur.

Bæta við athugasemd

Netfangið þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *