Banner
Forsíða Vörur Sólgleraugu
Sólgleraugu Print

Sjónlínan býður eingöngu uppá hágæða sólgleraugu frá viðurkenndum framleiðendum. Við erum sérstaklega stolt af Kaenon sólgleraugunum en þau hafa slegið í gegn hjá útivistarfólki og sportveiðimönnum um allan heim.

Rhino með Y35

Fyrir utan að vera hátískugleraugu eru Kaenon sólgleraugun með sjóngler úr efninu SR-91 sem hefur einstaka optíska eiginleika. SR-91 er tært eins og bestu glerlinsur í heimi en samt sem áður bæði léttara og sterkara en önnur sjónglerjaefni á markaðnum. Þú færð öll Kaenon sólgleraugun í þínum styrkleika hjá okkur.

Eiginleikar SR-91 sjónglerjanna hafa heillað kröfuharða notendur bæði fyrir sjónræn gæði og styrkleika. Öll Kaenon SR-91 sjónglerin afspegla vatn (polarized), eru höggþolin, hrinda frá sér vatni og óhreinindum og eru með rispu og móðuvörn. Sjón er sögu ríkari, komdu við og skoðaðu sólgleraugu í hæsta gæðaflokki eða skoðaðu heimasíðu Kaenon hér.

 


 

 
Rodenstock
Face à Face
l.a. Eyeworks
IC! Berlin
J.F. Rey
Kunoquist
Porsche Design