Þjónusta - Gæði - Ábyrgð Print

Sjónlínan er einstök gleraugnaverslun í hjarta Hafnarfjarðar þar sem boðið er uppá góðar vörur og framúrskarandi þjónustu. Vönduð vinnubrögð, heiðarleiki og fagmennska eru lykilþættir í daglegu starfi Sjónlínunnar. Viðskiptavinir okkar og þeirra óskir og þarfir eru miðpunkturinn í allri ákvarðanatöku. Eigandinn er sjálfur fagmaðurinn í versluninni og viðskiptavinirnir geta leitað faglegrar ráðgjafar beint til hans.

Eigendur fyrirtækisins líta á rekstur fyrirtæksins sem langhlaup. Öll uppbygging og rekstur er hugsaður til framtíðar. Sjónlínan er hafnfirskt fyrirtæki og kynnir sig og sínar vörur þar sem því verður viðkomið í samstarfi við önnur fyriræki í Hafnarfirði. Við viljum að Hafnfirðingar og nærsveitamenn þekki Sjónlínunna og geti gengið þar að miklum gæðum og framúrskarandi þjónustu um ókomna tið.

Sjónlínan - einstök gleraugnaverslun.